Færsluflokkur: Menning og listir

Skaga-quilt, fundur 8 apríl 2013.

Saumfundur 8 april kl 20.oo  FVA

Komnar myndir frá síðasta saumafundi 16 febrúar 2013.

Endilega að láta mig vita ef þið vilja merkja myndirnar með ykkar nöfnum, þið getið hringt í mig  892-7498.

Næsti saumafundur 4 mars 2013. Kl 20.oo. FVA

Það var skemmtilegur saumafundur 16 febrúar Grin  

Saumafundur 16 febrúar 2013. kl 10.oo.

Áttum við saman góðan tíma að skoða og skera, velta fyrir okkur litum og samsetningum. Verkefnið var Sjö lita Bargello löber.  

Dillonskaka

það voru nokkrar konur sem vildu fá uppskrift af kökunni sem var á saumadeginum

svo hér kemur hún. Verði ykkur að góðu. 

Dillonskaka með  heitri karamellusósu  f ca. 8-10 manns Gott að baka deginum

                                                                          áður þar sem hún geymis vel.

Deig:

235 gr.Döðlur (það eru 500 gr.í pokanum, nota bara helminginn)

1. tsk. Matarsódi

120 gr. Mjúkt smjör

5 msk. Sykur

2 egg

3 dl. Hveiti

½  tsk. Salt

½  tsk. Vanilludropar :

1 1/3 tsk . lyftiduft

Aðferð:

Setjið döðlur í pott og látið vatn fljota yfir.Látið suðuna koma upp,slökkvið,á hitanum

og látið döðlumaukið bíða i pottinum í 3. min. Bætið  matarsodanum saman við.

Þeytið smjör og sykur vel saman og bætid eggjunum í, einu í senn.Blanðið síðan

Hveitinu,saltinu og vanilludropunum saman við. Bætið lyftiduftinu út í ásamt ca ¼ 

Bolla af döðlumaukinu  og hrærið varlega í.

Blandið að lokum afganginum af döðlumaukinu út í.

Smyrjið u.þ.b. .8 cm hátt lausbotna form sem er 24 cm i þvermál med smjöri og setjið

Deigið i það

Hitið ofninn i 180gráður og bakið i 30-40 min eða þar til miðjan er bökuð.

Hvolfið  tertunni á kökudisk og berið hana fram Volga eða kalda með heitri

Karamellusósunni og þeyttum rjóma eða vanilluís.

 

Karamellusósa:

12o gr. Smjör

115 gr. Púðursykur

½ tsk  Vanilludropar

l dl. Rjómi

 

Setja allt hráefnið saman í pott og látið suðuna koma upp.Lækkið hitann og látið sósuna krauma í 3 mín. Hrærið stöðugt í á meðan. Berið sósuna fram heita með Dillonskökunni. ( gott er að geta hellt yfir sneiðarnar)


Nýjar myndir

Jæja loksins koma myndirnar frá saumadeginum í nóv. 2008

Saumadagur Námskeið

Jæja stelpur nú er komið að tilbreytingu 8 nóv kemur Kristrún frá Quiltbúðinni á Akureyri til okkar og verður með smá kennslu í smá hlutum fyrir jólin. Einnig kemur hún með efni til sölu. Látið endilega sjá ykkur. Skraddaralýs verið velkomnar til okkar þennan dag. Ætlunin er að byrja kl.10.00 og vera fram eftir degi.  

                     Munið laugardagur 8 nóv.

                        Kveðja Stjórnin.


Saumadagur

Jæja nú er komið að saumadegi.

 Laugardaginn 18 okt. í FVA

 gengið inn á tengigang frá Vogabraut

                      Kv. stjórnin.


Vetrastarfið.

Þá er komið að því.  Fyrsti fundur vetrarinns er mánudagskvöldið 1 sept í FVA, gengið inn frá Vallholti. Aðrir fundir vetrarins verða að öllu óbreyttu:

               6.okt.   3.nóv.  1.des. jólafundur.  5.jan.  2.feb. 2.mars. 6.apr. 4.maí.

               Saumadagar verða 18.okt. og 14 mars.

                                                         Stjórnin.


Hér er að finna nokkrar myndir.

Hér hef ég sett inn myndir úr starfi okkar síðastliðin ár, vonandi ykkur til ánægju.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband